Sement

Sementstegundir á lager

 

Sementsverksmiðjan ehf flytur inn og hefur stöðugt á boðstólum þrjár tegundir sements, Standardsement FA, Industrisement og Anleggsement. Allar sementstegundirnar eru seldar í lausu til dreifingar í tankbílum. Einnig eru allar tegundir seldar í stórsekkjum (1.000 og 1.500 kg). Þá er Anleggsement selt í 20 kg sekkjum.

 

Sementstegundirnar uppfylla allar kröfur byggingareglugerðar og nýlegs Evrópustaðals EN 197-1:2000. Staðlinum fylgir bæði heimild og skylda til að nota CE-merkið sem aftur á móti er háð vottun með óháðu stöðugu gæðaeftirliti NMÍ.

 

Tækniupplýsingar fyrir Standardsement FA, Industrisement og Anleggsement er að finna hér til hliðar undir „Tækniupplýsingar“.

 

Hér má finna öryggisblað fyrir sementstegundirnar á íslensku og ensku.

 

Nánari upplýsingar um sementstegundirnar, m.a. tækniupplýsingar, öryggisleiðbeiningar og vottunarskjöl má finna á heimasíðu Norcem AS: http://www.heidelbergcement.com/no/no/norcem/home.htm

Hafa samband

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Nánari upplýsingar