Sement framtíðarinnar
Við stuðlum að vistvænni mannvirkjagerð og sjálfbærni með umhverfisvænna sementi fyrir byggingariðnaðinn.


Innflutningur frá Noregi
Sement flutt til landsins
Sementsverksmiðjan fær sement frá norska framleiðandanum Norcem. Sementið er flutt til landsins með skipi og er því síðan dælt upp í sementsgeyma á Akranesi og á Akureyri.
Mikið er lagt upp úr gæðamálum og að sementið uppfylli strangar gæðakröfur í samræmi við gæðastefnu. Virkt eftirlit er með öllu innfluttu sementi samkvæmt sementsstaðlinum EN 197-2:2000.
Niðurdæling kolefnis við sementsframleiðslu
Föngun og niðurdæling
Norcem, sementsbirgi Sementsverksmiðjunnar, hefur ráðist í eitt stærsta föngunar- og niðurdælingarverkefni í Norður-Evrópu, í samstarfi við norsk yfirvöld. Gert er ráð fyrir að fanga að lágmarki helming losunar frá sementsverksmiðju félagsins og dæla niður í fullnýttar olíulindir í Norðursjó.
Með niðurdælingunni lækkar kolefnisspor sements frá Norcem verulega þegar verkefnið verður komið í gagnið árið 2023. Í kjölfarið er stefnan tekin á kolefnishlutlausa sementsframleiðslu.


Sementverksmiðjan
Geymsla og afhending
Sementið er geymt í sérútbúnum tönkum og geta viðskiptavinir valið um mismunandi afhendingarfyrirkomulag. Hægt er að fá sement afhent í lausu í miklu magni og sér verktaki um að dreifa sementinu á afhendingarstað. Þá er hægt að fá sement í stórsekkjum sem taka allt að 1,5 tonn eða sekkjað sement í heilum brettum.
Einnig er hægt að kaupa 20 kg sementspoka hjá endursöluaðilum um allt land.