
Eftirlit
Eftirlit með innfluttu sementi
Til að tryggja að viðskiptavinir Sementsverksmiðjunnar fái ávallt sement sem uppfyllir gæðakröfur er eftirlit með öllu innfluttu sementi samkvæmt sementsstaðlinum EN 197-2:2000, kafla 9 „Requirments for dispatching centres“ eftir því sem við á. Með þessu móti er tryggt að gæði sementsins haldist óbreytt í allri meðhöndlun, flutningi og pökkun.
Viðskiptavinir Sementsverksmiðjunnar geta óskað eftir því að sjá niðurstöður rannsókna sem framkvæmdar eru af verksmiðjunni.