Beint í efni

25.10.2023

Framúrskarandi fyrirtæki 2023


Sementsverksmiðjan er Framúrskarandi fyrirtæki árið 2023 samkvæmt lista Creditinfo og það sjöunda árið í röð. Fyrirtæki sem teljast framúrskarandi þurfa að uppfylla ströng skilyrði og eiga það sameiginlegt að byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.

Þau skilyrði sem Framúrskarandi fyrirtæki þurfa að uppfylla eru:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skal skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag.
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur að lágmarki 55 milljónir króna reikningsárið 2022 og a.m.k. 50 milljónir króna 2021 og 2020
  • Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 5 milljarða króna þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
  • Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) > 0 reikningsárin 2020-2022
  • Jákvæð ársniðurstaða reikningsárin 2020-2022
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% reikningsárin 2020-2022
  • Eignir að minnsta kosti 110 milljónir króna reikningsárið 2022 og a.m.k. 100 milljónir króna 2021 og 2020.

Það er eftirsóknarvert að skara fram úr og erum við stolt af þessum árangri en að baki hans liggur mikil vinna, markviss undirbúningur og skýr stefnumörkun. Við þökkum fyrir þessa viðurkenningu og þökkum okkar frábæra starfsfólki og viðskiptavinum fyrir samstarfið, án þeirra væri þetta ekki mögulegt. Að sama skapi óskum við öllum fyrirtækjum sem eru Framúrskarandi til hamingju með árangurinn.

Sementsverksmiðjan er framúrskarandi fyrirtæki 2023
Sementsverksmiðjan er framúrskarandi fyrirtæki 2023
Dagsetning
25.10.2023
Deila