Beint í efni

24.11.2022

ISO 45001 vottun komin í hús

Sementsverksmiðjan hefur fengið stjórnunarkerfið sitt um heilbrigði og öryggi á vinnustað vottað samkvæmt alþjóðlega staðlinum ÍST ISO 45001:2018. Umfang starfseminnar er innflutningur, sala og dreifing á sementi frá Akranesi og Akureyri. Hjá fyrirtækinu starfa sex starfsmenn. Heilbrigðis- og öryggistjórnunarkerfinu ISO 45001 er ætlað að koma í veg fyrir slys meðal starfsmanna og verktaka, sem starfa á vegum fyrirtækisins, og skila þeim heilum heim að vinnudegi loknum. Sementsverksmiðjan hefur starfrækt vottað gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ÍST ISO 9001 síðan í mars 1998.

Sementsverksmiðjan hlýtur ISO 45001 vottun
Sementsverksmiðjan hlýtur ISO 45001 vottun
Dagsetning
24.11.2022
Deila