24.05.2023
Kolefnisjafnaður innflutningur sements
Kolefnisjafnaður innflutningur sements
Með samningi við Landgræðsluna hefur Sementsverksmiðjan kolefnisjafnað sementsflutninga félagsins innanlands fyrir síðastliðið ár. Kolefnisjöfnunin er enn eitt skref fyrirtækisins til að stuðla að loftslagsvænum lausnum þannig að starfsemin verði sem umhverfisvænust og í sátt við umhverfið.

Í yfirlýsingu sem Landgræðslan gaf út 25. apríl 2023 kemur fram að framlag Sementsverksmiðjunnar á árinu 2022 til endurheimtar vistkerfa leiði af sér loftslagsávinning sem nemur 484 tonnum koltvísýringsígilda.
Framlag Sementsverksmiðjunnar hefur þannig leitt til aukins umfangs endurheimtar vistkerfa með fjölbreyttum aðferðum. Hlutfall einstakra aðferða er:
• Endurheimt birkiskóga 72,6 tonn
• Endurheimt þurrlendisvistkerfa 411,4 tonn
Dagsetning
24.05.2023Deila