Beint í efni

16.12.2022

Nýr vefur kominn í loftið

Sementsverksmiðjan hefur unnið að smíði nýrrar vefsíðu og er það okkur mikil ánægja að setja vefinn í loftið. Vefurinn hefur verið endurhannaður frá grunni, efnið hefur verið einfaldað og vefurinn settur í nýtt vefumsjónarkerfi.

Við hönnun vefsins var veftré endurhannað og skilgreint, upplýsingar einfaldaðar og aukið aðgengi að upplýsingum um starfsfólk. Markmiðið var að búa til einfaldan, léttan en fallegan vef sem virkar vel í öllum tækjum.

Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða ábendingar um nýja vefinn viljum við endilega heyra í þér. Hægt er að senda okkur línu á sement@sement.is

Vefurinn var unnin í samstarfi við Kaktus og færum við þeim bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf.

Dagsetning
16.12.2022
Deila