Sement
Umhverfismál
Um okkur

12.08.2020

Öryggisblað fyrir sement 2020

Öryggisblað fyrir sement frá Norcem AS hefur verið uppfært á íslensku. Ný uppfærsla öryggisblaðsins er í samræmi við síðustu endurskoðun blaðsins sem framkvæmd var 21.06.2018.

Öryggisblaðið er í samræmi við reglugerð 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH) og reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.

Öryggisblaðið á íslensku verður ásamt ensku útgáfunni frá Norcem vistað inni í gagnagrunninum ECOonline.

Einnig má nálgast öryggisblöðin inni á heimasíðu Sementsverksmiðjunnar, sement.is undir flipanum „Sement“.

Dagsetning
12.08.2020
Deila