26.07.2023
Sameiginleg ábyrgð á endurvinnslu umbúða
Umhverfismál skipa mikilvægan sess í starfsemi Sementsverksmiðjunnar og er nú unnið að uppbyggingu umhverfisstjórnunarkerfis innan fyrirtækisins sem uppfyllir kröfur ISO 14001:2015.
Tilgangur umhverfisstjórnunarkerfis er m.a. að minnka umhverfisáhrif starfseminnar með því að hafa ábyrga nýtingu auðlinda að leiðarljósi, stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr umfangi sorps, t.d. með því að auka hlutfall endurvinnslu og stuðla að hringrásarhugsun.
Plastpokar fari í endurvinnslu
Sement frá Sementsverksmiðjunni er selt í 20 kg plastpokum og fæst í helstu byggingarvöruverslunum landsins. Plastpokarnir eru framleiddir með gæði- og endurvinnslusjónarmið í huga þar sem hægt er að koma þeim aftur í hringrásina ef þeim er skilað aftur tilbaka. BM Vallá hefur tekið að sér að pakka sementinu til endursölu og tekur fyrirtækið á móti tómum plastpokum frá viðskiptavinum og kemur í endurvinnslu. Sjá einnig samstarfsverkefnið Grænir verktakar sem viðskiptavinir geta tekið þátt í.