Beint í efni

09.11.2023

Sementsverksmiðjan hlýtur umhverfisvottun ISO 14001

Í dag hlaut Sementsverksmiðjan umhverfisvottun samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO14001. Staðallinn setur fram ramma um hvernig eigi að viðhalda og viðhafa skilvirkt umhverfistjórnunarkerfi í starfseminni þar sem markvisst er unnið að því að draga úr umhverfisáhrifum í eigin starfsemi og fyrir viðskiptavini.

„Það skiptir okkur miklu máli að vera með vottað umhverfisstjórnunarkerfi, enda mikill metnaður hjá starfsfólki og eigendum fyrirtækisins að vera sífellt að bæta árangur í umhverfismálum. Við höfum skýra umhverfisstefnu, fylgjumst með kolefnisspori starfseminnar og höfum skýr markmið um að draga enn frekar í losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni næstu misserin. Þessi vottun staðfestir það metnaðarfulla starf sem unnið er að í umhverfismálum og veitir jafnframt aðhald um að áætlanir og verklagsreglum sé fylgt eftir.“ segir Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar.

Sementsverksmiðjan hefur einnig vottað gæða- og öryggisstjórnunarkefi samkvæmt alþjóðlegu stöðlunum ISO 9001 og ISO 45001. Nú hefur ISO 14001 staðallinn bæst í hópinn og afhenti vottunaraðilinn Vottun hf starfsfólki vottunarskjali þann 8. nóvember 2023.

Dagsetning
09.11.2023
Deila