Sement
Umhverfismál
Um okkur

06.06.2021

Stjórnkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað

Á undanförnum vikum hefur í Sementsverksmiðjunni verið unnið að uppsetningu stjórnkerfis um heilbrigði og öryggi á vinnustað skv. ISO 45001:2018 staðlinum. Ritun verklagsreglna og stefnuskjala er lokið og er nú unnið að gerð viðbragðsáætlana, áhættugreininga allra starfa og vinnusvæða ásamt öðrum skjölum. Listi yfir lög og reglugerðir hefur verið tekinn saman og fyrir liggur svokallaður hlítingarlisti, en í honum kemur fram hvernig fyrirtækið hefur brugðist við til að uppfylla þær kröfur sem fram koma í lögum og reglugerðum.

Aðalráðgjafi Sementsverksmiðjunnar við uppbyggingu kerfisins er Gunnar H. Guðmundsson eigandi og framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins 7.is ehf. Jón Þórir Sveinsson öryggisstjóri Hornsteins hefur aðstoðað við gerð áhættugreininga og gefið góð ráð varðandi aðlögun kerfisins við kröfum HeidelbergCement.

Gert er ráð fyrir að stjórnkerfið verði komið í fullan rekstur í haust og möguleg vottun kerfisins gæti því farið fram fyrir árslok.

Dagsetning
06.06.2021
Deila