Beint í efni

01.10.2022

Þrýstingsöryggi

Bæklingurinn um Þrýstingsöryggi hefur nú verið gerður aðgengilegur á heimasíðu Sementsverksmiðjunnar ehf. Bæklingnum er ætlað að kynna fyrir atvinnurekendum og hlutaðeigandi starfsmönnum þeirra helstu öryggisþætti sem hafa ber í huga almennt við notkun þrýstibúnaðar við losun á sementi úr tankbíl í síló.

Aðgengi að bæklingnum á heimasíðu Sementsverksmiðjunnar er liður í því að auka aðgengi viðskiptavina félagsins að þekkingu og þannig stuðla að auknu öryggi á vinnustað. Birtingin er í samræmi við Gæðamarkmið félagsins en þar segir: „Unnið verði að því að bæta ánægju viðskiptavina, meðal annars með auknu aðgengi að upplýsingum og fræðsluefni“.

Bæklinginn má finna hér https://issuu.com/poauglysingar/docs/sement_r_stingsjafnari_b_kl og einnig inná heimasíðunni undir flipanum „Þrýstingsöryggi“

Dagsetning
01.10.2022
Deila