Beint í efni

29.08.2022

Vottunarúttekt

Vottun hf hefur nú tekið út stjórnkerfi Sementsverksmiðjunnar ehf, „Heilbrigði og öryggi starfsmanna á vinnustað“ sem byggt er upp samkvæmt ISO 45001:2018 staðlinum. Úttektin var krefjandi en gekk vel. Sjö athugasemdir voru gerðar við kerfið. Þessum athugasemdum verður svarað á næstu dögum og í framhaldi af því er vottun kerfisins í höfn.

Frá vinstri má sjá starfsmenn Sementsverksmiðjunnar, Gunnar, Lúðvík, Þorgerði og Sigmund, þá Kjartan J. Kárason framkvæmdastjóra Vottunar, Pétur H. Helgason vottunarstjóra og Gunnar H. Guðmundsson, eigandi og framkvæmdastóri 7.is ehf - Þekkingarmiðstöð stjórnkerfa.

Dagsetning
29.08.2022
Deila