Beint í efni

Sala og dreifing á sementi


Söluráðgjöf

Gunnar H. Sigurðsson
Framkvæmdastjóri
Ráðgjöf og verðupplýsingar
Lúðvík Þorsteinsson
Afgreiðslustjóri
Pantanir og verðupplýsingar

Sementsverksmiðjan veitir ráðgjöf og verðupplýsingar um sementstegundir sem eru á boðstólnum. Hægt er að velja um þrjár mismunandi sementstegundir, Standardsement FA, Anleggsement og Industrisement sem hver um sig hefur ákveðna sérstöðu og eiginleika. Allar sementstegundirnar uppfylla kröfur byggingareglugerðar og nýlegs Evrópustaðals IST EN 197-2:2000.

Standarsdsement FA og Anleggsement eru selt í lausu til dreifingar í sérútbúnum tankbílum en einnig er hægt að fá það afhent í stórsekkjum (1.000 og 1.500 kg). Þá er Anleggsement selt í 20 kg sekkjum. Industrisement þarf að sérpanta og er það eingöngu afhent í stórsekkjum.

Afhendingarfyrirkomulag

  • Sement í lausu, í miklu magni, er dreift til viðskiptavinarins í sérútbúnum tankbílum frá Akranesi og Akureyri
  • Sekkjað sement í heilum brettum er afhent til viðskiptavina frá BM Vallá í Garðabæ
  • Stórsekkir eru afhentir til viðskiptavina frá afgreiðslustöð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi
  • Sement í 20 kg pokum er selt hjá endursöluaðilum (byggingavöruverslunum)

Dreifingarsvæði er stór- höfuðborgarsvæðið, Vesturland, Suðurland, Norður og Austurland.

Staðsetning

Sementsverksmiðjan er staðsett að Mánabraut 20, Akranesi, þar sem sementið er geymt, pakkað og afhent til viðskiptavina á höfuðborgarsvæði, Vestur- og Suðurlandi. Á Akranesi eru fjórir sementstankar sem taka um 4000 tonn af sementi hver.

Sementsverksmiðjan er einnig með sementstank á Akureyri sem tekur 4000 tonn, og afhent til viðskiptavina á Norðurlandi og Austurlandi.